Dæmi um samtengisamning

Samningur um samtengingu neta um RIX

Samningur þessi er gerður milli:

Fyrirtæki: ____________________________

Kennitala: ____________________________

AS#:       ____________________________
OG
Fyrirtæki: ____________________________

Kennitala: ____________________________

AS#:       ____________________________

EFNISATRIÐI

Aðilar reka hvor um sig net sem eru hluti af Internetinu. Aðilar lýsa vilja til að tengja net sín saman og greiða fyrir umferð milli netanna í samræmi við skilmála og skilyrði í samningnum. Í samræmi við ofangreint eru aðilar sammála um eftirfarandi:

1. Skilgreining

1.1 Samtenging

Samtenging merkir að samband milli neta aðila verði samkvæmt BGP rútunarstaðli í tengipunkti sem tilgreindur er í Viðauka 1 sem fylgir þessum samningi.

2. Skilmálar

2.1. Skipti á gögnum

Aðilar samþykkja að skiptast á stafrænum gögnum um samtengingu neta sinna sem tiltekin er í samningnum og í samræmi við önnur ákvæði samningsins.

2.2. Engin skilyrði um viðskiptavini

Aðilar samþykkja að takmarka ekki umferð frá viðskiptavini hins aðilans á þeim forsendum að 1) viðskiptavinurinn eða viðskiptavinur hans o.s.frv. séu endursöluaðilar 2) gögnin sjálf séu óásættanleg. Aðilar áskilja sér þó rétt til að takmarka umferð sem fer í bága við auglýsta notkunarskilmála neta sinna.

2.3. Sjálfgefin leiðstjórn

Hvorugur aðili setur upp sjálfgefna leiðstjórn ("route of last resort") á net hins. Aðilar munu setja upp beina leiðstjórn fyrir alla Internetumferð og ekki afgreiða umferð hins aðilans með öðrum hætti í neinu tilviki. Aðilar munu beina öllum löglegum internetsamskiptum rétta boðleið sín á milli. Aðilar skulu sjá til þess að einungis umferð til og frá eigin netum fari um samtengingu.

2.4. Uppsetning tenginga

Aðilar munu koma sér saman um tímaáætlun sem báðir samþykkja um samtengingu neta sinna.

2.5. Öll hlerun óheimil

Aðilar munu ekki fylgjast með eða leggja hald á neina umferð sem leið á um samtengipunkta nema þá stýriumferð sem nauðsynleg er fyrir netþjónustuna. Aðilar munu ekki nota innviði netsins í þeim tilgangi að skoða efni hjá viðskiptavinum hins aðilans (né viðskiptavinum viðskiptavinarins o.s.frv.) nema fyrir liggi viðeigandi dómsúrskurður. Aðilar munu ekki veita þriðja aðila neinar tölulegar upplýsingar um umferð á samtengingu, sundurgreindar eftir endursöluaðila, fyrirtæki eða IP tölum nema sérstaklega sé samið um slíkt. Aðilum er frjálst að veita tölulegar upplýsingar um heildarumferð á samtengingu.

2.6. Illfýsnar árásir

Eigi illfýsin árás sér stað munu CERT-teymi aðila vinna saman að því að koma í veg fyrir frekari árásir. Séu sannanir fyrir því að árásirnar megi rekja til aðildarnets getur hinn aðilinn lokað fyrir umferð til þess nets þótt það brjóti í bága við önnur ákvæði þessa samnings.

2.7. Tenging búnaðar

2.7.1. Grunnsamband og tækjabúnaður
Hvor aðili um sig kostar allan búnað sem nauðsynlegur er til tengingar nets síns í tengipunkt sem tilgreindur er í Viðauka 1.

2.8. Netstjórn

2.8.1. Afköst
Aðilar munu koma sér saman um hvaða kröfur skuli gera til afkasta og hvernig standa skuli að netstjórn til þess að báðir aðilar geti boðið fyrsta flokks þjónustu á sínu neti og yfir samtengingu netanna á hagkvæman hátt.
2.8.2. Truflanir/sambandsleysi
Aðilar munu vinna saman eftir því sem við verður komið að því að veita aðstoð við netstjórn (NOC "Network Operations Center Support") í því skyni að halda netþjónustu í eðlilegu horfi. Aðilar munu koma sér saman um framgangsmáta fyrir samtenginu neta sinna og þar á meðal hvernig taka skuli á truflunum (t.d. slitum á samböndum) og hvaða boðleiðir skuli nota og hvaða aðgerða gripið er til þegar slit eða truflun verður óvænt. Sama gildir ef bráðaástand skapast.
2.8.3. Upplýsingar til viðskiptavina
Aðilar eru ábyrgir fyrir samtengingu netanna gagnvart eigin viðskiptavinum (og viðskiptavinum þeirra). Hér er átt við m.a. að svara fyrirspurnum viðskiptavina og leysa úr vandamálum og á við þrátt fyrir að fyrirspurn viðskiptavinar annars aðila að þessum samningi hafi verið send hinum aðila samningsins.
2.8.4. Rútun
Aðilar munu eftir því sem tök eru á nota eins samstæða leiðstjórn (route aggregation) og kostur er á í samskiptum við hinn aðilann.
2.8.5. Flökt/breytingar
Aðilar munu eftir því sem tök eru á forðast breytingar og flökt í leiðstjórn milli neta sinna.
2.8.6. Upplýsingasöfnun
Aðilar munu leitast við að safna upplýsingum um umferð sem fer milli netanna á samningstímanum og veita hinum aðilanum aðgang að þeim í þeim tilgangi að efla skilning á eðli umferðarinnar.

2.9. Gegnumstreymi

Samningur þessi fjallar ekki um gegnumstreymi (transit traffic).

2.10. Greiðslur

Aðilar samþykkja að ekki verði krafist gjalda vegna samtengingarinnar annarra en þeirra sem sérstaklega eru tilteknar í Viðauka 1.

2.11. Fréttatilkynningar

Aðilar þurfa báðir að samþykkja allar tilkynningar til þriðja aðila. Sá aðili sem sendir tilkynningu skal sjá hinum aðilanum fyrir eintaki af miðli sem tilkynningin birtist í.

2.12. Ábyrgð

Aðilar veita enga ábyrgð á samtengingu neta sinna, beina eða óbeina, þ.m.t. en ekki takmarkað við söluhæfi eða notkun í ákveðnu augnamiði. Aðilar eru undir engum kringumstæðum ábyrgir hvor gagnvart öðrum, gagnvart eigin viðskiptavinum eða viðskiptavinum hins aðilans o.s.frv. eða gagnvart neinum öðrum þriðja aðila vegna neins konar taps eða truflana á tölvuskeytum, skemmdra eða tapaðra gagna, tapi á gögnum eða skrám úr gagnagrunnum, tapaðs hagnaðar eða neins konar annarra efnalegra skakkafalla eða neins annars beins, óbeins, sértæks eða afleidds tjóns sem hlýst af rekstri eða rekstrarstöðvun skv. þessum samningi.

2.13. Lögsaga

Um samning þennan og framkvæmd hans gilda íslensk lög. Ágreiningsmál sem upp kunna að koma um samninginn eða framkvæmd hans munu aðilar semja um sín á milli. Takist ekki samningar milli aðila skal vísa ágreiningi til Héraðsdóms Reykjavíkur.

2.14. Leyfisveitingar

Aðilar viðurkenna að samningur þessi og skilmálar hans kunna að verða háðir leyfi opinberra aðila. Komi til þess munu aðilar, óski báðir eftir að samingurinn gildi áfram, hafa eðlilegt samráð og samvinnu eins og lög heimila, um að veita upplýsingar sem krafist er vegna leyfisveitingar.

2.15. Gildistími og uppsögn

Samningur þessi gildir þar til annar aðili segir honum upp. Aðilar geta sagt upp samningnum með skriflegri tilkynningu til hins aðilans með níutíu (90) daga fyrivara.

2.16. Ágreininingsmál

Aðilar teljast uppfylla samninginn þar til annar aðilinn sendir hinum skriflega tilkynningu og veitir eðlilegan frest til úrbóta (ekki lengri en 30 daga).
Dagsetning: __________________________

Fyrir hönd: __________________________      _________________________________

Fyrir hönd: __________________________      __________________________________



Viðauki 1

Aðilar hafa ákveðið að samtenging neta verði um RIX tengipunkt á eftirfarandi stöðum:

1.  í Tæknigarði, Dunhaga 5, Reykjavík. __________________

2.  í Katrínartúni 2, Reykjavík. _________________________

3.  ______________________________________________________

Samningur á við net (netnafn og AS-númer):

Net: __________________________

AS#: __________________________

og
Net: __________________________

AS#: __________________________