Reykjavik Internet Exchange

RIX er skiptistöð íslenskra internetþjónustuaðila, þar sem þeir geta skiptst á IP umferð sín á milli og komið þannig í veg fyrir að innanlandsumferð flæði um útlandasambönd.

RIX er hlutlaus tengipunktur þar sem aðilar sem uppfylla ákveðin skilyrði tengjast og geta með gagnkvæmum samningum skipst á umferð við aðra RIX aðila. Aðilar tengjast á 1Gbs/10Gbs/100Gbs og sjá sjálfir um að tengjast RIX.

RIX er aðili að Evrópusamtökum Nettengipunkta, Euro-IX. RIX er skráður í gagnagrunn jafningjasambanda ("PeeringDB.com"), og eru aðilar að RIX eindregið hvattir til að skrá net sín í þennan grunn.


Reykjavík Internet Exchange (RIX) er þjónusta veitt af ISNIC - Internet á Íslandi hf. og rekið sem hluti af fyrirtækinu.

Tengipunktar RIX eru í Tæknigarði við Háskóla Íslands, í höfuðstöðvum ISNIC við Katrínartún og í Múlastöð Mílu í Ármúla
rix@rix.is +354 5782030