Tenging við RIX

Til að tengjast við RIX þarf aðili að undirrita samning við rekstaraðila RIX, Internet á Íslandi hf. Síðan kemur aðili á raunverulegu sambandi við tengipunkt RIX, og að lokum þarf aðili að gera samtengisamning (peering agreement) við einn eða fleiri aðra aðila sem tengdir eru RIX. Hafið samband við rix@rix.is sé frekari upplýsinga óskað.