Markmið RIX er að tengja saman internetsöluaðila á Íslandi
á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt.
RIX er ekki í samkeppni við aðildarfélaga og mun ekki bjóða upp á aðra
þjónustu en þá sem telst nauðsynleg til að ná markmiði sínu.
Samningur þessi er gerður milli:
Internet á Íslandi hf. kt 660595-2449
Katrínartúni 2
105 Reykjavík
Greitt er fyrir aðgang að RIX mánaðarlega, fyrirfram fyrir hvern
byrjaðan mánuð. Gjöld eru samkvæmt gildandi gjaldskrá RIX hverju sinni.
Tengikröfur
Aðili sem tengist RIX samþykkir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Rekstarlegar kröfur:
Aðili skal hafa samtengisamning við a.m.k. einn annann aðila sem tengdur er RIX
Aðili skal gefa upp tæknilega og stjórnunarlega tengiliði sem
svara fyrir tengingu aðila við RIX. Tengiliðir skulu hafa virk netföng
og svara tölvupósti.
Aðili skal gefa upp netfang sem tekur við beiðnum um samtengingu,
og skal
svara slíkum beiðnum innan tveggja vinnudaga.
Aðili skal ekki vísa viðskiptavinum sínum beint til RIX
varðandi upplýsingar eða vandamál við tengingar.
Tæknilegar kröfur
Aðili að RIX þarf að hafa eigin AS-númer sem skal hafa skráðar
leiðarreglur hjá RIPE.
Aðili þarf að skrá hjá RIPE öll net sem tilkynnt eru til annarra aðila á
RIX.
Aðilar sem semja um samtengingu á RIX skulu skiptast á leiðarupplýsingum með BGP-4.
Einungis má setja IP tölur á RIX tengi sem úthlutað hefur verið formlega
til aðila. Nethluti IP tölu verður ávallt að innihalda allt RIX netið.
Búnaður aðila má einungis svara fyrir eina MAC-addressu á tengi sem
að RIX snýr.
Aðilar skulu leitast við að halda stöðugleika í leiðstjórn og forðast
tilkynningar á of litlum netum.
Aðilar skulu einungis senda umferð út á RIX samband eftir leiðum
sem tilkynntar eru sem hluti af BGP samtengisambandi tveggja RIX aðila.
ARP er eina "broadcast" tegundin sem leyfð er. Óheimilt er að
hafa eftirfarandi virkt í beini sem tengist RIX: Proxy-ARP,
ICMP redirects, CDP, IRDP, directed-broadcasts.
Aðili að RIX má einungis tengja eigin búnað við staðarnet RIX, ekki
búnað á vegum þriðja aðila.
Allur búnaður sem aðili kemur fyrir hjá RIX skal vandlega merktur
viðkomandi aðila.
Aðili skal aldrei setja upp búnað til að reyna að skoða umferð sem
um RIX fer, utan eigin tengingar. Umsjónarmenn RIX áskilja sér rétt
skoða umferð sem um RIX fer vegna rekstarlegra eða lagalegra ástæðna.
Annað eftirtaldra skilyrða þarf að uppfylla krefjist þriðji aðili
aðgangs að slíkum upplýsingum: a) samþykki viðkomandi aðila.
b) að undangengnum dómsúrskurði.
Aðili skal sjá til þess að notkun hans á RIX sambandi hafi ekki
óæskileg áhrif á sambönd annarra.
Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu,
skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar.
Mest tvö víðnetsambönd má tengja við beini aðila sem
staðsettur er í RIX.
Aðili má EKKI tengja viðskiptavini sína beint við beini sem staðsettur
er í RIX tengistað.
Aðili má EKKI nota RIX til að flytja umferð milli eigin nethluta.
Aðilar tengdir RIX skulu ávallt fara eftir viðteknum Internet stöðlum
sem tíundaðir eru í STD0001 og tilsvarandi STD ritum.
RIX skuldbindur sig til að fullnægja eftirfarandi:
að kaupa og reka skiptistöðvar RIX þannig að aðili geti án
tæknilegra annmarka haft netsamband við aðra RIX-tengda aðila, skv þeim reglum
sem settar eru fyrir RIX hverju sinni.
að útvega rými og UPS verndað rafmagn fyrir búnað aðila.
að hafa umsjón með RIX vélbúnaði og veita aðila aðgang að eigin búnaði
sem hýstur er í RIX húsnæði, þegar þess er þörf.
að mæla umferð og aðra rekstrarlegar stærðir sem máli skipta við
rekstur RIX og veita aðila aðgang að þeim upplýsingum.
að sjá tengiliðum aðila fyrir upplýsingum um bilanir og vandræði
sem rakin verða til búnaðar aðila, svo lengi sem umsjónarmenn RIX verða
varir við slíkt.
Uppsögn
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur skal vera 3 mánuðir.
Aðgangur
Aðili fær aðgang að eigin búnaði sem hýstur er hjá RIX á venjulegum
skrifstofutíma í fylgd með starfsmönnum rekstraraðila RIX.
Núverandi tímar eru milli kl 09:00 og 17:00 virka daga.
Tryggingar
Aðili sér um tryggingar á búnaði sínum sem er staðsettur í RIX.
Þagnarskylda
Starfsmenn Internet á Íslandi hf. skulu fara með öll gögn er
varða tengingu og umferð um tengingu sem trúnaðarmál.